Hróðgeir Vatnsdal - Írak - Una
Fór á tónleikana í Egilshöllu í kvöld. Færi tengdó þakkir mínar fyrir að redda miðanum og fyrir að vera í stuði. Línan "ég e alltaf í stuðu, nema á mánudeeeeeg" eins og Laddi söng hér um árið á svo sannarlega ekki við um þau. Roger var líka í stuði og enginn mánudagur var í honum. Hann tók allt það helsta og fólk reyndi að gera einhvers konar hreyfingar í stíl við tónlistina. Eldi og brennisteini var svo spýtt yfir áhorfendur trekk í trekk og líkaði þeim viðurgjörningurinn vel. svífandi geimfari sigldi yfir salinn (engir strengir, hann sveif) og öll helsu lögin fengu að hljóma, allt frá wish you were here til time, money og another brick in the wall. Roger var með nóg af anti-war áróðri og átti meðal annars eina góða línu í lagi eftir sjálfan sig, sem fjallaði um heimsókn hans til Líbanon þegar hann var ungur að árum og fékk að gista hjá fjölskyldu í Beirút. Undir laginu var spiluð stuttmynd nokkurs konar, teiknuð og textinn birtist þar líka. Línan var Oh George, oh George! That Texas education must have fucked you up when you were very very young. Mér heyrðist 15.000 íslendingum líka sú lína vel. Kannski ekki skrýtið í ljósi þess að fréttirnar frá Írak hafa verið slæmar slæmar slæmar árum saman núna og tugir manna eru sprengdir og skotnir þar á hverjum degi í borgarastyrjöldinni sem þar geisar. Það virðast allir sjá nema einn og einn sem er ennþá með múffurnar á eyrunum, svefngrímuna fyrir augunum, þvottaklemmuna á nefinu og sápustykkið í munninum. Annars er atvinnuviðtal á morgun og svona, spennandi hlutir að gerast. Mér líst vel á þetta allt saman. Svo má geta þess að hún Una mín er alveg stórfengleg manneskja og ég hef sennilega bara aldrei verið jafnglaður með henni og núna, þó svo að þetta hafi reyndar verið einn allsherjar rússíbani gleði og hamingju undanfarin ár. Nú er sambandið einhvers konar háslétta, ekki happiness heldur euphoria.