#b-navbar { height:0px; visibility:hidden; display:none }

mánudagur, október 31, 2005

Líkamsrækt Fólk sem segir öðru fólki til í líkamsræktarsalnum án þess að leitað hafi verið til þeirra er óþolandi (að undanskildu starfsfólki og t.d. sjúkraþjálfaranemum í háskólaræktinni). Þeir sem slíkt gera eru yfirleitt ekki hjálpsamir heldur fyrst og fremst egóistar. Þar að auki er ómögulegt að vita af hverju einhver gerir einhverja æfingu eins og hann gerir hana, hann gæti verið að jafna sig á meiðslum, hann gæti verið að nota eitthvað æfingaprógramm til að ná fram einhverri ákveðinni bætingu, eða bara hvað sem er. Svo sér maður suma einstaklinga trekk í trekk vera að segja öðru fólki til í ræktinni án þess að þeir séu neinir sérfræðingar sjálfir. Ég hef oft séð fólk gera alls konar kjaftæði í háskólaræktinni en segi ekki neitt við viðkomandi enda er ég enginn sérfræðingur og ég veit ekki um persónulegar aðstæður viðkomandi og ég álít að ef fólk vill einhverja tilsögn þá geti það leitað eftir henni. Svo eru það náttúrulega perratýpurnar sem eru svona um eða yfir þrítugt og eru alltaf að segja kvenfólki um tvítugt til óumbeðið. Yfirleitt felst í því einhvers konar líkamleg snerting, eins og að styðja við þær á meðan þær gera æfinguna.

My mind plays tricks on me - Brjálaður skógarbjörn ræðst á móður mína í draumi Hvað dreymdi mig í nótt, spyrjið þið! Ég skal svara því. Ég var staddur uppi á Hvítárvöllum í veiðihúsi. Þar voru einnig foreldrar mínir og Una. Vinafólk foreldra minna var þar einnig og börn þeirra. Þar sem ég er í eldhúsinu og horfi út um opnar útidyrnar sé ég skógarbjörn fyrir utan girðinguna, en það er girðing sem ekki á sér stað í raunveruleikanum. Hann er þar að róta og krafsa í einhverju kjarri, sem ekki heldur á sér stoð í raunveruleikanum. Ég læt heimilisfólkið vita af þessu, en skyndilega ryðst hann yfir girðinguna og byrjar að hlaupa í átt að dyrunum sem standa opnar. Þar sem þetta var minn draumur var ég auðvitað hetjan. Ég ýtti Unu inn á baðherbergi og lokaði á eftir henni, þreif svo riffilinn ofan af hillu og mundaði hann. Björnin staðnæmdist fyrir utan dyrnar og hnusaði út í loftið, rak svo upp öskur og barði hramminum í hurðina svo hún skelltist í lás. Svo rölti hann út fyrir girðinguna aftur. Nú varð hún móðir mín, sem í raunveruleikanum er mjög skynsöm og góð kona, mjög forvitin um björninn en hún hafði enn ekki séð hann. Hljóp hún út og vildi sjá björninn. Ég æpti stöðugt á hana að koma til baka, en hún hlustaði ekki á mig. Þar sem hún stóð við girðinguna og horfði sér á vinstri hlið gekk björninn aftan að henni frá hægri. Ég reyndi að æpa á hana að hann væri að koma, miðaði rifflinum til að skjóta en þá tók hann á rás að henni svo ég náði ekki góðu miði. Hann stöðvaði rétt hjá henni og gerði sig líklegan til að slá til hennar. Svitinn lak af enninu á mér og ég reyndi að miða en fattaði þá að ég átti eftir að færa skot úr magasíninu upp í hlaupið. Þá vaknaði ég. Alveg í spreng. Eina miðið sem ég þurfti í raun að ná var í miðju klósettsins. En mér er spurn hvers vegna hugurinn þarf að fara þessa leið til að vekja mig. Af hverju getur hann ekki bara sagt "HEY, VAKNAÐU ÞÚ ÞARFT AÐ PISSA!" Af hverju þarf hann að setja móður mína í lífshættu gagnvart skógarbirni, með mig í 100 metra fjarlægð að reyna að miða með óhlöðnum riffli? Þetta er bara illkvittni.

sunnudagur, október 23, 2005

Vinnudýr? http://www2.rafis.is/?i=4&f=2&o=688

miðvikudagur, október 19, 2005

Doppelganger Í gær sá ég tvífara minn. Eitt sinn var mér tjáð að einhver víóluleikari væri voðalega líkur mér. Svo var einhver annar gaur sem átti að vera líkur mér. En í gær var ég úti að keyra og sá þá mann á dökkbláum Pajero, stuttum, beygja af Fríkirkjuvegi á Skothúsveg. Ég var að koma úr hinni áttinni, af Sóleyjargötu og beygði snarlega til að elta þennan mann. Á gatnamótunum sýndist mér ég vera að horfa á sjálfan mig. Ég sá manninn auðvitað ekki vel í framan, en höfuðlag, nef og haka voru alveg eins, hárlína var líka alveg eins og hárlitur. Þessi maður er sennilega ég í einhverri annarri vídd, og þarna hafa myndast ormagöng á milli vídda og þær tengst. Eða ekki. Ég elti hann vestur í bæ en missti af honum við Framnesveg þar sem hann slapp yfir en ég lenti á rauðu. Þetta var skuggalegt.

mánudagur, október 17, 2005

Mbl.is http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1163876 ...Jackson mun hafi ýtt herbergisþernu... ...þar munu börn hans, Prince Michael hinn yngri, París, og Prince Michael annar, hafa... ...Jackson mun hafa tekið ofan músargrímuna... ...Þernan mun hafa bankað upp á...

Bréf til blaðsins Ég er að hugsa um að skrifa í Morgunblaðið og kalla þar eftir því að fólk byrji aftur að tala um Mugison. Ég skil þetta ekki, fyrir alls ekki svo löngu talaði enginn um neitt annað en Mugison. Allir töluðu um Mugison, meira að segja þeir sem höfðu aldrei heyrt neitt með honum. Útvarpsmenn, sjónvarpsmenn, vörubílstjórar og mjólkurpóstar töluðu allir um Mugison. Þeir sem ekkert höfðu um hann að segja, eins og gamlar konur í ruggustólum með lokuð augu og gjallarhorn í eyranu sögðu einfaldlega "Hver er þessi Mugison? Hver er þessi Mugison?" Nú hef ég ekki heyrt neinn tala um Mugison í mjög langan tíma. Er eiginlega farinn að sakna þess. Ég hef aldrei heyrt neitt með Mugison nema lagið þarna sem heitir murr murr. Það er ágætislag. Ekkert að því. Og af hverju þá að hætta að tala um Mugison?

Sakfelling eða húðfelling Hvort þykir yður betra?

laugardagur, október 15, 2005

Vel orðað "Þegar efni hefur verið rætt lengi og af mörgum á sama málinu verða til föst orðasambönd, venjubundinn talsmáti sem menn verða of handgengnir til að gagnrýna. Þegar verst lætur komast þeir ekki upp úr hjólförunum en finnst samt sem hugsunin sé algerlega frjáls vegna þess hve þeir renna greiðlega fram og aftur sama troðninginn." - Atli Harðarson á this.is/atli 27. ágúst 2005

miðvikudagur, október 12, 2005

Alfa male Hér ætlaði ég að skrifa hálfkveðna vísu, en hætti við af ótta við að valda sambandsslitum tveggja einstaklinga, og er ég þar að sjálfsögðu ekki að tala um mig og Unu. Það veldur bara flækjum þegar fólk gerist fjölþreifið.

Vísindi http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1070

mánudagur, október 10, 2005

Skemmtilegt Google er vél til margs nýtileg. Hér eru nokkur skref í átt að kátínu, með hjálp hennar: 1. Farið á google.com 2. Sláið inn leitarorðið failure 3. Merkið við "leita á vefnum" en ekki "leita á íslenskum síðum. 4. Þrýstið á hnappinn Vogun vinnur vogun tapar - ekki "Google leit". 5. Sjáið hvaða síða kemur upp.

sunnudagur, október 09, 2005

Að halda kúlinu Það er hressandi að detta fram fyrir sig í stiga fyrir framan ókunnuga stúlku. Hvernig skal maður bregðast við? Ja, ég tel mig hafa haldið kúlinu - svona eins og á annað borð er hægt að halda því þegar dottið er.