#b-navbar { height:0px; visibility:hidden; display:none }

fimmtudagur, júní 02, 2005

Jæja Mikið hlýt ég nú að vera orðinn leiðinlegur bloggari. En örvæntið eigi, því ég mun ekkert skrifa hér næsta mánuðinn, enda á leiðinni á sjóinn eins og er orðinn árviss atburður í lífi mínu og hér á þessu bloggi. Þerney lætur úr höfn á mánudaginn næstkomandi. Vonandi verður þetta bara hinn sæmilegasti túr og andinn jafngóður og í fyrra, það var bara nokkuð gaman. Ekki skemmir svo fyrir að hinn ágæti maður Þórður Gunnarsson verður í áhöfninni og vona ég bara að við verðum saman á vakt. Doddi hefur kvartað sáran yfir því að starf hans við garðyrkju á vegum Seltjarnarnesbæjar sé ekki nógu krefjandi, en hann er maður sem krefst þess af vinnuveitendum sínum og yfirmönnum að verkefni hvers dags sé örvandi fyrir hugann og ögrandi, jafnt sem lýjandi fyrir líkamann. Þórður vill ekkert hálfkák, Þórður vill 100% árangur. Svo kemur maður bara heim einhvern tímann í byrjun júlí býst ég við. Myndi skjóta á kannski 2.-3. júlí.