Viðar Pálsson Af hverju í djöflinum getur þessi mannskr... ekki bara byrjað aftur að blogga? Hvað heldur hann að hann sé að sýna fram á með þessu? Segist bara vera hættur einn daginn og svo bara ekkert meir. Það þykir mér nú skítt, og ég trúi jafnframt ekki á þetta. Þetta er bara löng bloggpása. Svo byrjar hann aftur. Kemur skríðandi á fjórum fótum og heimtar gömlu tenglana aftur.
.
fimmtudagur, maí 26, 2005
miðvikudagur, maí 18, 2005
Ég ætlaði... ...að skrifa eitthvað merkilegt hér. En svo hætti ég við það og skrifaði 1500 orða pistil á Djöflaeyjuna um samskipti kynslóða. Svona er maður nú þegar maður getur ekki sofið, eða er stöðugt ávíttur fyrir óæskilega hegðun af bólfélaga sínum, þá fer maður bara fram og gerir eitthvað annað en að sofa. Hugsa sér líka að þegar maður er virkilega með eitthvað í hausnum þá kemur það bara. Ég var sko byrjaður á einhverjum skítapistli um Eurovisionkeppnina en skrifaði þetta í staðinn af því að ég hafði verið að hugsa um það, og þess vegna ekki getað sofið, og þess vegna bylt mér í rúminu, og þess vegna verið rekinn úr rúminu. Guði sé lof fyrir að ég skrifaði ekki einhvern pistil um Eurovision keppnina. Annars megið þið alveg segja mér hvað ykkur finnst um þennan pistil, ef þið nennið að lesa hann.
mánudagur, maí 16, 2005
Það væri auðvitað þjóðráð... ...að skrifa rosalega langar færslur hér núna til þess að færa síðustu færslu neðar á síðuna. En vandamálið er að ég hef nákvæmlega ekkert að segja. Jú, ég er að lesa Da Vinci Code núna loksins. Hún er bara alveg ágæt. Ég er svona að giska á að Langdon eigi eftir að þrykkja þessa Sophie Neveu.
föstudagur, maí 13, 2005
Misskilningur um sinubrunann Arnar Helgi hringdi í mig út af færslunni um sinubrunann. Ég hafði ekki séð kommentin frá honum og einhverjum hálfnafngreindum Jóni/Jóni Bjarna. Ég hringdi í slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Varðstjórinn þar tjáði mér að tilkynnt hafi verið um eldinn frá þremur stöðum. Úr Lindahverfinu, af Reykjavíkurflugvelli og úr Eskiholti. Ég geri þá ráð fyrir því að Arnar Helgi hafi látið vita í Eskiholtinu. Það væri reyndar fínt að fá þetta á hreint. En ég ætla hér með að taka færsluna út og taka það aftur sem þar stóð, enda var ég fullfljótur á mér. Það var rangt af mér að tengja punktana svona saman, þar er alveg rétt hjá Arnari Helga og biðst ég því afsökunar á því. Þetta er auðvitað slæm fljótfærni og villa, en mitt sjónarhorn er þetta, svo að menn sjái af hverju fljótfærnin stafaði: 1. Nokkru áður en ég fann reykjarlyktina heyrðist mjög hávær sprenging eða hvellur fyrir ofan hús, eins og verið væri að sprengja rakettu eða eitthvað slíkt á jörðinni. Því fylgir eldhætta. 2. Þegar ég kem uppeftir eru þar tveir ungir menn. Ég tengdi þá við þetta (ranglega) vegna þess að það eru aldrei einhverjir ungir gaurar þarna uppfrá nema á skellinöðrum eða að sprengja eitthvað dót eða að gera eitthvað annað sem er slæmt fyrir gróður. Hef búið í þessu hverfi frá því ég man eftir mér og get sagt að ég hef aldrei séð menn á aldrinum 15-20 ára uppi í móa bara að labba eða slappa af. 3. Ég segi þeim að hjálpa mér að slökkva eldinn en þeir fóru og virtust mér ekki hafa mikinn áhuga á að hjálpa til. 4. Ég var að læra fyrir próf þennan dag og missti úr tíma vegna þessa, og var almennt pirraður á þessu atviki. Mörg sumur vorum við í því að planta þarna út í þennan móa, fyrir utan það sem bærinn borgaði fyrir og lét gera. Trén eru núna fyrst að komast almennilega á legg og það er mikilvægt að þau fái að vera í friði í einhver ár í viðbót. Af þessu stafaði fljótfærnin, ekki til að réttlæta hana, heldur útskýra. Hvað varðar kommentin frá Jóni og Jóni Bjarna sem ég veit ekki hver/hverjir eru, þá er það hárrétt hjá honum/þeim að ég var sko ekki áhugaverður unglingur, átti fáa vini og var nörd. Það er einnig rétt hjá honum að ég telji mig yfir þá hafna sem kveikja sinuelda á fullorðinsárum, en það var einfaldlega misskilningur hjá mér að það væri tilfellið í þessu máli. Svo tók ég líka fram að það væri ósanngjörn alhæfing að kalla Garðbæinga týpískt pakk, enda var sú setning meint í kaldhæðnislegum húmor í anda unglingsáranna. Hvað varðar slökkvistörf og "hrífur og sköft" þá er það ekki alveg nákvæmt hjá Jóni, þeir þáðu hjálpina með þökkum og þökkuðu mér vel fyrir þegar við vorum búnir að slökkva eldinn. En þetta eru aukaatriði. Ég tek ekki ábyrgð á því sem sagt var í kommentakerfinu og var ekki frá mér komið. Bottom line: Ég var of fljótur á mér, og bið Arnar Helga og Egil (ef einhver þessu tengdur heitir Egill) afsökunar á fljótfærninni.
miðvikudagur, maí 11, 2005
Valinkunnurandansmaður + Ég er að hugsa um að stofna annað blogg, valinkunnurandansmadur+, þar sem allar færslur birtast klukkutíma síðar en þær birtast hér á þessu bloggi. Bara svo að fólk missi ekki af neinu. Annars bendi ég fólki líka á þetta hér, en þarna má sjá skemmtilegar kaffiauglýsingar frá fyrri tímum. EKKERT KAFFI ER SVO GOTT AÐ LUDVIG DAVID BÆTI ÞAÐ EKKI.
Sniðugt http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1137982 Sjá titlana þarna neðst á dómnefndinni. Heimsmeistari í rökræðu. Heimsmeistari í mælsku. Þetta eru svona frekar fyndnir titlar. "Heyrðu karlinn, það þýðir sko ekkert að rífast neitt við mig! Ég rústa þér bara, enda er ég heimsmeistari í rökræðu. BEST Í HEIMI."
Femin
Albína vitnar í frétt á nyt.com á blogginu sínu: “To tell you the truth, I am not a feminist,” Ms. Musawi said in a recent interview, speaking in English, and dressed in a black abaya. "I don't want to commit the same mistakes Western women have committed. I like that family should be the major principle for women here."
Nú er ég alls enginn sérfræðingur í femínisma, hef ekki pælt mikið í honum. Ég ætla því ekki að þykjast vita meira um hann en ég veit. Því spyr ég: Er femínismi stefna sem í framkvæmd hefur miðað að því að koma körlum inn á heimilin og í að halda saman kjarnafjölskyldunni, í réttu hlutfalli við það hvernig hún (stefnan) hefur miðað að því að koma konum út af heimilinu og á vinnumarkaðinn?
Þ.e. afleiðingar stefnunnar eru þær að konur fara út að vinna, eru frjálsar til jafns við karla og hætta að hugsa um börnin og heimilið í sama mæli, en feðurnir koma ekki til móts við þessa breytingu að sama skapi og því verður afleiðingin niðurbrot fjölskyldunnar. Margvísleg fjölskylduform verða algeng ásamt því að minni regla verður á heimilishaldi. Börnin ganga sjálfala. Maður þekkir sjálfur dæmi þess að báðir foreldrar vinni úti og því sitji uppeldið á hakanum.
Væri þá ekki bara betra og heilsteyptara að viðurkenna þetta atriði og segja: “Já, femínismi stuðlar að niðurbroti fjölskyldunnar á meðan karlar bregðast ekki við og færa sig inn á heimilin í samræmi við útrás kvenna. Við teljum þetta slæmt en þó nauðsynlegt þar sem jafn réttur og jöfn staða kynjanna gengur fyrir “kjarnafjölskyldunni”.”
Það er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að forgangsraða hlutum, bara af því að þeir eru báðir svo óskaplega mikilvægir. Barnauppeldi er mikilvægt. Kvenréttindi eru mikilvæg. Femínisminn er stefna sem setur kvenréttindi á oddinn og er tilbúin til að láta barnauppeldið mæta afgangi þar til gagnaðiljinn (karlarnir) láta undan og fara að þrífa og baka.
Það sem ég er að reyna að segja er að konan sem Albína vitnar í er ekki endilega (ef við miðum einungis við það sem framkemur í ofangreindri tilvitnun) að misskilja vesturlandafemínisma, heldur forgangsraðar þessum atriðum einfaldlega á annan hátt.
P.s. ef einhverjum sem les þetta tekst að túlka þetta sem svo að ég sé einhver andfemínisti eða eitthvað karlrembusvín, þá er sá hinn sami á villigötum...og getur bara hoppað upp í r***gatið á sér.
fimmtudagur, maí 05, 2005
Ótrúlega skemmtilegt Ég rakst á þetta á einhverjum umræðuþræði á skoðun.is, las ekki greinina sem var verið að kommenta á né heldur önnur komment: "Að mínu dómi er það skömminni skárra að yfirvöld sjái um rekstur á fyrirtækjum sem eru jafn nauðsynleg fyrir þjóðina og Síminn, heldur en að stórburgeisar eigi þau. Ég set þó ekki samasemmerki milli þess að eitthvað sé í ríkiseigu og að það sé í þjóðareigu. Helst vildi ég sjá atvinnuvegi og auðlindir í milliliðalausri þjóðareigu (án aðkomu ríkisvaldsins) og stjórnað lýðræðislega og með þarfir þjóðarinnar að leiðarljósi." Hahahaha.
Fyndið eftir á ...hafið þið lent í því að dreyma alltaf sama drauminn aftur og aftur, eða þá að sama atriðið komi fyrir í draumum ykkar aftur og aftur? Slíkt hefur komið fyrir mig. Fyrir frekar löngu síðan enduðu nefnilega allir draumar sem mig dreymdi á sama hátt. Þ.e.a.s. ég var að gera eitthvað eða tala við einhvern og þá ruddist inn í herbergið (eða það svæði þar sem ég var staddur) afar úrill górilla. Hún var stór og dökk, og afar reið. Eins og við vitum öll eru górillur gríðarlega sterkar, ekki síst þær sem mann dreymir. Í öllum tilvikum hljóp hún mig uppi, hóf mig upp yfir höfuð sér og henti mér eins langt og hún gat svo ég fann mig svífa um loftið og í átt til jarðar. Þá endaði draumurinn alltaf. Svo gerðist það merkilega. Ég var búinn að vera að pæla frekar mikið í þessu. Hvernig draumarnir voru svipaðir trekk í trekk. Ég furðaði mig á þessu. Nema hvað ég vakna næsta morgun eftir hliðstæðan draum. Í þeim draumi hins vegar man ég að ég var að gera eitthvað inni í "herberginu hennar mömmu" eins og það er kallað heima, þ.e. lestrarherbergi og vinnuherbergi. Og ég hugsaði í draumnum "ooohhhh...alveg er ég viss um það þessi brjálaða górilla fer að koma." Og viti menn, ég heyrði í henni koma öskrandi upp stigann og hlaupandi í áttina að herberginu. Svo ruddist hún inn, lyfti mér upp og henti mér fram á gang. Eftir á að hyggja finnst mér það eitt að ég hafi hugsað þessa hugsun í draumnum, alveg ofboðslega fyndið.
miðvikudagur, maí 04, 2005
Alltaf að tjá sig Um daginn birtist léleg grein í Fréttablaðinu um homma og lesbíur á Íslandi. Ég gagnrýni hana lítillega í grein dagsins á djöflaeyjunni. Já svo er líka... ...komin upp ný skoðanakönnun hérna til hliðar. Fólk virtist almennt vera ánægt með djöflaeyjuna í síðustu könnun. Jákvæðu svörin voru alltaf að hanga svona í 80-85% eða eitthvað þannig. Sinubruni Kveikt var sina uppi í móa fyrir ofan heimili mitt í gær. Minnið mig á að skrifa nokkrar línur hér um það við tækifæri.
mánudagur, maí 02, 2005
Dúllan 2005 Fjórðungsúrslit eru í gangi á bloggsíðu Konráðs Jónssonar. Ég hvet alla hér til að fara á bloggið hans Konna og kjósa Sturlu Böðvarsson. Sturla Böðvarsson er miklu meiri dúlla en Björn Bjarnason. Það er deginum ljósara og næsta víst. Framkvæmið vilja minn!