#b-navbar { height:0px; visibility:hidden; display:none }

mánudagur, september 27, 2004

Líf eða dauði Ætti ég að hætta að blogga? Ég held því fram að á tímabili hafi ég verið virkasti og jafnframt besti bloggari landsins, þó svo að ég sé ekkert frægur. Nú er öll bloggþörf runnin út í sandinn. Ég spyr. Á maður að slútta þessu?

miðvikudagur, september 22, 2004

Er það ekki frekar ógeðfellt... ...ef einhver segir við þig á MSN: ,,Jæja, ég er farinn á klósettið" og stillir svo statusinn á MSN á "Out to Lunch"? Ég þarf að fá mér svona... Prófessor Viðar Már Matthíasson kennir mér skaðabótarétt. Í dag talaði hann um skráningarskyldan og vélknúinn ökumann. Mig vantar þannig. Það er samt ekkert nauðsynlegt fyrir mig persónulega að hann sé skráningarskyldur, en vélknúinn, það væri flott.

mánudagur, september 13, 2004

Fólk er eitthvað að kvarta yfir því að... ég skrifi of lítið hérna. Hér ætla ég því að skrifa eitthvað sem mér dettur í hug og ég er að hugsa um. Það verður ekki endilega fyndið eða sniðugt eða jafnvel áhugavert, látum okkur nú sjá... Íþróttageðklofi Þegar kemur að iðkun líkamsræktar og íþrótta er ég hálffurðulegur. Ég á það til að hreyfa mig ekki neitt í kannski 6-12 mánuði og verða hörmulega á mig kominn líkamlega. Á seinni hluta slíks tímabils er ég orðinn mikill antisportisti og kolvetnafíkill. Svo koma líka tímabil þegar ég geri skurk hvað þetta varðar og píni mig áfram í einhverri hreyfingu í einhverja mánuði. Yfirleitt endist það þangað til ég er kominn í svipað horf og ég var fyrir síðasta hreyfingarleysi. Þannig geng ég í bylgjum og fitna og grennist á víxl. Undir lok hreyfingartímabils er ég svo orðinn öllu meiri sportisti og legg mikla áherslu á einhvers konar útiveru og hollt mataræði. Mig minnir að þetta sé eitthvað á þessa leið: 5. bekkur Handbolti 6.bekkur - Hreyfingarleysi 7.bekkur - Körfubolti 9. bekkur - Hreyfingarleysi 10. bekkur - Nokkuð mikil hreyfing 3. bekkur MR - Hreyfingarleysi 4.bekkur MR - Mikil hreyfing 5. bekkur MR - Skokk, en annar mjög lítil hreyfing 6.bekkur MR - Hreyfingarleysi Haustið 2002 - Algert hreyfingarleysi og mikil fitnun Vor 2003 - Bætt mataræði og sund. Mikil grenning Haust 2003 - Hreyfingarleysi Vor 2003 - Hreyfingarleysi vegna líkamlegs kvilla Haust 2004 - Mikil hreyfing Ég tel mig hafa töluverða tilhneigingu til fitusöfnunar (I just have a really slow metabolism, eins og amerísku kerlingarnar í fitusoginu segja). Það er greinilegt hvernig sumir fitna mjög lítið og hægt, þó svo að þeir borði ekki lítið. Þeir eru heppnir. Hinir sem ekki eru svo heppnir þurfa að gera eitthvað, alltaf eða af og til, til þess að verða ekki feitir. Ef ég hefði aldrei hreyft mig á milli og hætt að snæða svona mikið af sykri og fitu væri ég í það minnsta 140 kíló núna, en er í augnalikinu um 100 kíló. Ég væri til í að vera aðeins fituminni, kannski 5 kílóum. Bara spurning um að velja, annað hvort súkkulaðikakan allt árið eða hálft árið... Þetta virðist kannski tilgangslaust raus. En rótin að þessu er að mér finnst pirrandi þegar fólk segir að það geti ekkert gert í sínum málum, það hafi bara svo mikla tilhneigingu til fitusöfnunar. Brenni svo hægt. Það er bara óskhyggja að maður þurfi ekkert að vinna fyrir því að fitna ekki (svona fyrst við þurfum ekki að veiða okkur til matar á hverjum degi). Maður á ekki að borða meiri orku en maður eyðir. Þess vegna þarf maður annað hvort að halda neyslunni í skefjum eða hreyfa sig (eða bæði). Löngunin í mat stjórnast mikið af því hvernig mat við erum vön að borða. Það finna það allir sem vilja finna að sykurríkur matur gefur manni gríðarlega mikla hungursefjun í skamman tíma, en svo verður maður svangur aftur. Aftur á móti er ekki jafnmikil nautn að eta fisk, kjöt, skyr eða eitthvað álíka. En maður verður lengur saddur af því. Sykurinn er fíkniefni. Maður verður háður honum og verður að fá meira. Eins og önnur ágæt fíkniefni (svo sem áfengi) ætti hann því að notast í hófi. Þessi allsráðandi sykurneysla er svo aftur tengd matvendni. Fólk sem vill ekki grænmeti fær sér brauð með smjöri í staðinn (kolvetni = sykrur). Fólk sem vill ekki vatn eða mjólk fær sér ávaxtasafa eða gos með matnum á hverju kvöldi (sykur). Þeir sem vilja ekki skyr setja helling af sykri á það til að þola að borða það. Allur uppáhaldsmatur sykurfíkilsins er að stórum hluta brauð. Hamborgarar, pizza o.s.frv. Brauð og sykur verða allsráðandi þegar fólk fúlsar við öðrum mat og drykk. Þó svo að fita innihaldi fleiri kaloríur í hverju grammi en sykur, þá veldur sykurneyslan því að maður verður fljótlega að fá meiri sykur, ólíkt því sem fitu og prótínneysla gerir. Þess vegna verða grömmin af sykri fljótlega miklu fleiri en grömmin af fitunni og þar með verða kaloríurnar fleiri í sykrinum en fitunni. Einfalt mál. Minni sykurneysla veldur minni matarþörf almennt. Þess vegna verður sú aukning á fituneyslu sem mikið er talað um ekki jafnmikil og halda mætti. Átið verður minna. Ef/þegar ég eignast börn ætla ég ekki að ala þau upp við að drekka Coca Cola. Ég hugsa oft um það hvað kók er í rauninni ótrúlega óáhugaverður og vondur drykkur. Ég vil bara fá allan sykurinn sem er í því. Maður finnur það erta tannholdið og setja skán á tennurnar og espa upp í manni löngun í kartöfluflögur, bland í poka, pizzu eða franskar. Maður vill líka alltaf fá meira þegar maður er búinn úr glasinu. Helst drekka tvö glös eftir að maður er hættur að borða. Ég legg það að jöfnu við reykingar að drekka kók á hverjum degi, kannski 1/2 - 2 lítra á dag.

Hversu sveitt þarf... ...nemendafélag að vera til þess að það sé bundið í lög þess að aðalfundur skuli enda á hópsöng drukkinna karlmanna, og að venjan sé að Nína verði fyrir valinu? Ég mætti annars í fyrsta sinn á aðalfund Orator félags laganema á föstudaginn og var það ágætt. Mætingin var ekki góð. Það er greinilegt að 1. árs nemar eru t.d. ekki mikið fyrir að láta sjá sig (enda allir heima með sveitta skalla að læra). Það er kannski skiljanlegt í ljósi þess að félagslífið hefur ekki upp á margt að bjóða fyrir 1.árs nema. Ég hélt þarna smá ræðustúf fyrir félaga minn Bjarna sem bauð sig fram í skemmtanastjóra. Ég reyndi að hafa þetta bara stutt og koma mér sem fyrst úr pontu, enda ekki viss á því hvernig þetta færi allt saman fram. Held að ég hafi sloppið sæmilega frá því. Mætingin af 2. ári var reyndar líka mjög léleg...þegar ég hugsa út í það. En hvað get ég sagt? Ég hef ekki mætt áður. Burrito Mexíkóskur matur er afar góður. Á laugardaginn eldaði ég slíkan mat fyrir fjölskylduna og í þvílíku magni að hann dugði í matinn í gær líka. Móðir mín þurfti því ekki að elda þessa helgi. Ég held hún hafi bara verið sátt við það. Ég er aðeins byrjaður að átta mig á þessu nafnakerfi. Tortilla er semsagt kakan. Ef maður setur hakkvelling í hana umbreytist hún á einhvern óskiljanlegan hátt í Burrito. Ef maður hins vegar setur kjötstrimla (kjúkling eða nautakjöt) verður hún að Fajita. Þetta er yndislega einföld eldamennska miðað við hvað þetta er góður matur. Aðalvinnan er að skera niður allt grænmetið... Reykingar Ég hvet fólk til að hætta að reykja. Fór heim til kunningja míns á laugardaginn þar sem nokkrir ágætir einstaklingar reyktu frekar mikið. Þó svo glugginn væri opinn varð loftið inni sérlega ógeðfellt. Bíldruslan ...er að gefa sig eitthvað. Ég held að það sé kúplingin. Þetta er slæmt mál. Hann þarf að komast á spítala. Vélin á það til að rjúka upp í kannski 3500 snúninga án þess að það skili sér í drifið. Helvítis Þjóðverjar. Segjast framleiða góða bíla...lygarar.

fimmtudagur, september 09, 2004

Ég biðst fyrirfram afsökunar. Ef maður er að slappa af og drekka appelsín, er það á ekki afslappelsín?

miðvikudagur, september 08, 2004

Bloggmenningin er komin í gang ...bloggið er vetrarfyrirbæri eins og flestir ættu að vera farnir að átta sig á. Mér hafa borist fjölmargar áskoranir um að hefja bloggun á ný, enda er hörmulegt haustveðrið farið að lemja á manni vangann og laufin farin að hrynja í milljónavís af trjánum. Umferðarmenningin komin í gang ...40 mínútur að keyra í skólann. Slíkt er óviðunandi. Þegar kemur að umferðarmálum eru íslendingar í einu orði sagt bjánar. Það er allt eða ekkert. Annað hvort hleypir fólk aldrei neinum inn í röðina eða hleypir allt of mörgum. Þetta er ekkert flókið mál andskotinn hafi það. Hver og einn hleypir einum bíl og tvær línur renna saman eins og rennilás. Þetta skilur fólk ekki, reynir að troða sér eða koma í veg fyrir að nokkur komist fram fyrir það. Svo er alltaf þessi eini sem vaknaði í sólskinsskapi og ákvað að í dag skyldi hann hleypa öllum fram fyrir sig. Þessi eini hleypir oft 20 bílum fram fyrir sig og þar af leiðandi þá 500 bíla sem bíða í röðinni en keyra ekki fram fyrir til að svindla sér inn í. Svo vil ég bara skila hatursóskum til mannsins á BMW bifreiðinni sem fór fram fyrir beygjuröðina hjá Gamla garði og út fyrir fremsta bílinn. Hann vinkaði manninum í fremsta bílnum og fór svo fram fyrir hann í eina sénsinum sem hafði komið mínútum saman. Stundum óskar maður þess að dauðarefsing væri enn við lýði á Íslandi. Hvað er líka málið... ...með þetta veður. Það getur ekki bara komið haust. Það verður að koma HAAAAAUUUUST!!! HAAAAUUUUST!!! HAAAAUUUUST!!!