#b-navbar { height:0px; visibility:hidden; display:none }

mánudagur, júní 07, 2004

Út á sjó Miðvikudaginn klukkan 12.00 fer ég á sjóinn. Þá neyðast dyggir (og ánetjaðir) lesendur síðunnar til að fara í meðferð eða einhvers konar stuðningsprógramm. Fólk sem svarar ekki í símann Er ég bara svona leiðinlegur, eða er fólk almennt ekki við símana sína þessa dagana? Leoncie tónleikar Ég skellti mér ásamt tveimur félögum á Leoncie á Nelly's. Það var rosalegasta show sem ég hef augum litið. Leoncie var í fantastuði og gerði sitt besta til að sýna öllum undir pilsið sitt. Henni var fagnað ákaft og stóð hún sig með prýði. Best var þegar hún tók sama lagið tvisvar í röð. Næstbest var þegar hún mæmaði/lipsync-aði nokkur lög af væntanlegri plötu sinni.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Bloggið Á veturna situr maður í þögn bókasafnsins og fær fá tækifæri til að tjá sig. Þá er bloggþörfin meiri. Eftir próflok fer tjáningin meira fram í formi samræðna og þá minnkar bloggþörfin. Þessari síðu verður þó sennilega haldið lifandi yfir sumarið. Hún verður eitthvað hægari, jafnvel þó að allt sé í háalofti í pólitíkinni og ýmislegt annað sé í gangi. Tíðindi dagsins ...voru stórtíðindi. Spennandi verður að sjá hver fyrstu opinberu viðbrögð forsætisráðherra við ákvörðun forsetans verða. Hann má ekki bregðast við með hroka, fýlu eða offorsi. Hann myndi eyðileggja stórkostlega fyrir sér og sínum með því. Ég held að hann tóni sig nú niður og verði rólegur og hógvær. Landsleikur Fór á kvennalandsleik í fótbolta í fyrsta skipti. Þetta var ágætt, en mikill munur var á styrkleika franska liðsins og þess íslenska. Skipulagður sóknarleikur var varla til hjá því íslenska, sendingar slappar, líkamlegur styrkur minni, markvörðurinn slakari o.s.frv. Úrslitin 3-0 Frökkum í vil voru því ekkert undrunarefni.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Afmæli Alexöndru Kjeld óska ég hjartanlega til hamingju með 21. árs afmælið.

Stjórnskipunarréttur Einkunnin er komin og fékk ég 7,0 í námskeiðinu. Það er ágætt bara þó ég hafi reyndar sett markið á áttuna í byrjun annar. Á næstu önn ætla ég að reyna að bæta námsaðferðir mínar og skipuleggja tímann betur. Ég er samt ekkert ósáttur, það voru nú bara 19 manns með hærri einkunn en ég. Þá er bara fílan eftir, en ég er ekki í neinni fallhættu þar. Þannig að þessi önn virðist hafa tekist svona sæmilega. Ekkert vesen. Héðan í frá skal þetta allt stefna upp á við.