#b-navbar { height:0px; visibility:hidden; display:none }

miðvikudagur, desember 25, 2002

Jólin, jólin alls staðar Þetta er búið að vera fínt. Rjúpurnar voru besta máltíð ársins hingað til, eins og undanfarin ár og jólarauðvínið góða var sötrað með. Í eftirrétt var svo Ris a la Mandle með ljúffengri kirsuberjasósu. Afi og amma voru hjá okkur á aðfangadagskvöld. Við hlustuðum á dómkirkjumessuna í útvarpinu og borðuðum svo. Eftir það voru teknar upp jólagjafir. Ég var litla barnið á heimilinu og fékk því flestar gjafir. Þótti mér það ágætt. Ég fékk: Jón Sigurðsson - Guðjón Friðriksson Furstinn - Machiavelli Jakki og peysa Púði Lopapeysa stórglæsileg Megas Bindi

mánudagur, desember 23, 2002

Kokkur með lélegt sjálfsálit ...ég var að horfa á sjónvarpið. Þar var kokkur að tala um jólamat. Hann sagðist vera "lítill sósumaður". Það er auðvitað hræðilegt.

laugardagur, desember 21, 2002

Próf í almennri lögfræði ...var í dag og ég veit satt að segja lítið um það hvernig mér gekk. Þetta voru 40% krossar, 60% ritgerðir. Krossarnir voru nokkuð strembnir en mér gekk vel í þeim. Þar var einn réttur við hverja spurningu (nú kærir einhver sem ekki skildi) og 5 möguleikar við hverja spurningu. Nokkuð snúið. Ritgerðirnar voru margar og stuttar. Svo var þarna raunhæft verkefni. Ég gerði krossana fyrst og skrifaði svo allt hvað ég gat alveg þangað til að tíminn var búinn. Því má áætla að mér hafi ekki gengið hörmulega, en mér gekk vissulega ekki æðislega heldur. Ég fullyrði ekkert um hvort ég hafi náð þessu prófi. Og hana nú. Yfirsetukonurnar ...voru hressar að vanda. Áður en ég byrjaði í Háskólanum vissi ég ekki að það væri hægt að verða svona gamall. Öldrun er einfaldlega skelfileg. Svo... ...gaf ég frá mér eitthvað fáránlegt hnuss í prófinu. Ég var að lesa raunhæfa verkefnið og var eitthvað að hugsa með mér. Þá hnussaði ég allt í einu upphátt án þess að fatta það fyrr en eftir á. Það var asnalegt. Mér leið eins og ég væri gamli karlinn á bókhlöðunni sem er alltaf að ræskja sig og gera ógeðsleg maga- og kokhljóð. Hann er ógnvænlegur. Sá hann í bókabúð um daginn. Hann gerði ógeðslegt hljóð svo fólkið hætti að skoða bækur og fór að skoða hann. Breytingar framundan Þessi fannáll mun taka stakkaskiptum um jólin. Ég ætla að breyta útlitinu og fá mér smærra letur og breiðari dálk. Ég mun skrifa miklu sjaldnar og þá mjög langa texta í einu. Verði það til þverrandi vinsælda (hvaða vinsælda?) er það hið besta mál. Í raun vil ég ekki að neinn lesi þetta bull. Klipping og svefn Fór í klippingu áðan. Er alveg eins og áður en ég fór í klippingu. Ég er vansvefta mjög. Lítill svefn undan farnar þrjár vikur verður upp bættur í jólafríinu.

laugardagur, desember 07, 2002

Prófið í réttarsögu ...var í morgun og gekk alveg ágætlega. Í gærkveldi var ég heldur vonlítill og uppgötvaði að ég átti ekki eitt ljósrit sem var til prófs. Var samt búinn að fara í allt hitt og glósa og lesa margoft. Mér fannst þetta bara ekki vera að fara inn. En viti menn, það gekk svona ágætlega á prófinu og þessi áfangi er sennilega afstaðinn. Í vikunni gerðist ég merkilegur mjög og fór aðeins einu sinni út fyrir hússins dyr. Það var á fimmtudaginn þegar ég fór í göngutúr í hálftíma. Ég er ekki sólbrúnn. Annars mæli ég ekki með því að fólk sitji á rassgatinu allan daginn. Útkoman er gyllinæð. Já þið heyrðuð það helvítin ykkar. Gyllinæð. Die another day - James Bond Ég bauð Unu út að borða (fyrir frípunkta móður minnar) á glæsilegan veitingastað og bauð henni í kvikmyndahús. Steikt mynd varð fyrir valinu. Gríðarraunveruleg mynd er þar dregin upp af jökulsárlóni og bætt við það risavöxnum íshamraveggjum sem standa út í sjó eins og Látrabjarg. Skv. þessu ætti ísinn að vera mörg hundruð metra þykkur en nokkrum mínútum fyrir þetta myndskeið sást hvernig Bond skar bita úr ísnum og fór niður um til að synda í köldu vatninu. Sniðugt. Þessi mynd fer lengra í vitleysunni en flestar þeirra (nema auðvitað Moonraker, það helvítis rugl) og manni ofbýður. Aðeins eitt atriði réði myndun skoðunar minnar á þessari mynd, en ég gef henni fjórar stjörnur af fjórum. Það var vegna þess að vondi maðurinn var með íslenska númeraplötu á bílnum sínum og í hasaratriði sveiflaðist ´02 skoðunarmiðinn framan í áhorfendur. Það var skemmtilegt. Gott og vel. Skemmtilegheitin byrja aftur á morgun og ég blogga þann 21.des næst. P.s. hahaha ég er að fara á LOTR-TTT næsta laugardag helvítis aumingjarnir ykkar. HAHA. Sá trailerinn áðan, fékk hroll.

sunnudagur, desember 01, 2002

Ég er Una. Ég er mikil.

Próflestur ...er byrjaður og internetið virkar ekki heima. Ég er alltaf heima. Nema núna. En það er eðlilegt. Því annars væri ég ekki skrifa þetta. Æ, það gerist ekkert. Ég gæti hins vegar blaðrað hér um stjórnkerfi íslenska þjóðveldisins nokkrar línur. En ég nenni því ekki. Ég skrifa hér næst eftir prófið, næsta laugardag.